Viðskiptaskilmálar
Vinsamlega lestu yfir viðskiptaskilmálana áður en þú verslar í vefverslun okkar. Með því að versla við vefverslun okkar samþykkir þú þessa skilmála.
Afhending vöru
Viðskiptavinur getur valið að sækja vörur á lager Tölvulistans í Reykjavík eða að sækja í næstu verslun. Velji viðskiptavinur að sækja vöruna í vöruhús eða í eina af okkar verslunum fær hann tilkynningu þegar vara er tilbúin til afhendingar á viðeigandi afhendingarstað. Afgreiðsla og afhending pantana tekur alla jafna 1-2 virka daga, með fyrirvara um álag og að allar vörur séu til á lager. Flestar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða daginn eftir.
Velji viðskiptavinur að fá pöntun senda verður pöntunin send með Póstinum heim að dyrum eða á næsta pósthús/póstbox gegn gjaldi sem reiknast áður en gengið er frá pöntun. Pantanir sendar með Póstinum eru alla jafna afhentar til flutningsaðila næsta virka dag.
Af öllum pöntunum dreift af Póstinum gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins um afhendingu vörunnar. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Póstsins.
Sé vara uppseld eða önnur atriði tefja afgreiðslu pöntunar er haft samband við viðskiptavin eins fljótt og hægt er, með upplýsingum um hvenær pöntun verður afgreidd og með hvaða hætti.
Skilaréttur
365 daga skilaréttur af vörum ef þær eru í óopnuðum umbúðum gegn framvísun kaupnótu. Skilaréttur þessi gildir ekki af sérpöntunum eða notuðum vörum.
14 daga skilaréttur af vörum, þó búið sé að opna umbúðir og prófa, gegn framvísun kaupnótu. Viðskiptavinur ber ábyrgð á þeirri rýrnun á verðgildi vörunnar sem stafar að meðferð hennar, sem ekki telst nauðsynleg til að staðfesta eiginleika og virkni. Enn fremur þurfa allir fylgihlutir og handbækur að fylgja með vöru.
Í boði er endurgreiðsla eða inneignarnóta.
Vörum með skiptimiða er hægt að skila og fá inneignarnótu ef þær eru í óopnuðum umbúðum, svo fremi að varan sé enn í sölu og þá gildir það verð sem er á þeim degi sem skilað er.
Viðskiptavinur ber beinan kostnað af því að skila vöru og ber ábyrgð á að koma vörunni til Tölvulistans.
Ábyrgð
Tilkynningar um galla eða skemmdir skal senda á sala@tl.is. Tölvulistinn áskilur sér þann rétt að meta hvert tilfelli fyrir sig og ber að bjóða viðgerð, nýja vöru, afslátt eða endurgreiðslu teljist vara gölluð.
Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr. 48/2003, en vörur sem ætlaður er umtalsvert lengri endingartími en 5 ár geta verið með allt að 5 ára ábyrgð á framleiðslugöllum. Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár. Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar, sem dæmi yfirklukkun á vélbúnaði og/eða skjákort fyrir einstaklingsvélar notuð í „Mining“ verkefni sem teljast utan tilætlaðrar og eðlilegrar notkunar vörunnar. Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru.
Komi til ábyrgðarviðgerðar ber Tölvulistinn ekki ábyrgð á skaða á gögnum, stýrikerfi, hugbúnaði, glötuðum hagnaði eða öðrum óvæntum eða afleiddum skaða, sem kann að koma upp við notkun hins selda á ábyrgðartíma. Tölvulistinn áskilur sér rétt á að skipta út vélbúnaði sem bilar á ábyrgðartíma með eins eða sambærilegri vöru ef upp kemur að varahlut sé ekki hægt að fá frá framleiðanda vörunnar.
Viðgerðir vegna ábyrgða skulu fara fram á verkstæði Tölvulistans eða öðru verkstæði sem Tölvulistinn samþykkir. Flutningskostnaður til og frá verkstæði fellur ekki undir ábyrgð. Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en verkstæði Tölvulistans, búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð, misnotkun eða orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.
Sölureikningur telst ábyrgðarskírteini og skal framvísa honum til staðfestingar á ábyrgð og gildir ábyrgðin frá kaupdegi.
Persónuupplýsingar
Öll söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga þinna eru unnin í samræmi við lög nr. 77/200 um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Til að við getum uppfyllt þá þjónustu sem er í boði þegar verslað er í vefversluninni þá þurfum við að fá upplýsingar um nafn þitt, heimilisfang, netfang og símanúmer. Við vistum engar greiðsluupplýsingar aðrar en hvaða greiðslumiðil var notast við þegar greitt var fyrir pöntunina.
Við deilum ekki persónuupplýsingum til þriðja aðila nema til að uppfylla þá þjónustu sem þú hefur valið, t.d. til að uppfylla óskir um heimsendingarþjónustu.
Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar um vinnslu persónuupplýsinga.
Greiðsluleiðir
Við bjóðum upp á eftirfarandi greiðslumáta:
- Visa/Mastercard
- Visa/Mastercard raðgreiðslur
- Netgíró
- SíminnPay Léttkaup
- Millifærslur
Ef upp koma greiðsluvandamál, t.d. ef greitt er með stolnu korti, þá áskiljum við okkur rétt til að hafna greiðslunni og hætta við pöntun.
Athugið að ef vara er sótt og greidd með kreditkorti verður korthafi sjálfur að sækja og framvísa skilríkjum. Greitt er á öruggri greiðslusíðu Borgunar, en til að tryggja öryggi korthafa notast Borgun við ítrustu öryggisstaðla og öll gögn eru SSL dulkóðuð. Tölvulistinn fær aldrei upplýsingar um greiðslukortanúmer heldur aðeins þær upplýsingar hvort greiðsla hafi farið í gegn.
Tryggingarskilmálar
Tölvulistinn býður upp á kaskótryggingar til þriggja eða fimm ára, í samstarfi við VÍS. Kaskótrygging er trygging umfram almenna ábyrgðarskilmála. Tryggingin tryggir fyrir skemmdum, þjófnaði (skv. lögregluskýrslu) eða bilunum sem falla ekki undir almenna ábyrgðarskilmála, t.d. ef skjár dettur í gólfið, myndavél er stolið eða ef þvottavél skemmist sökum aðskotahluta. Engin sjálfsábyrgð er á tryggingunni sem þýðir að gert er við vöruna eða afhent ný án nokkurs kostnaðar. Afgreiðsla tjónamála er með sama hætti og með önnur þjónustumál, hafa á samband við þjónustuverkstæði.
Í mörgum tilfellum býðst viðskiptavinum okkar að kaupa viðbótartryggingu með vöru. Viðbótartrygging veitir víðtækari rétt en hefðbundnir ábyrgðarskilmálar líkt og sjá má á skýringartöflunni hér fyrir neðan.
Smelltu hér til að sjá frekari upplýsingar um viðbótartryggingar.
Úrlausn vafamála
Komi upp ágreiningsmál varðandi þjónustu og skildur Tölvulistans er viðskiptavinum bent á Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa á vef Neytendastofu.
Allar upplýsingar á vefnum eru birtar með fyrirvara um breytingar og/eða villur. Einstaka myndir gætu verið af sambærilegri vöru þegar rétt mynd er ekki fáanleg frá framleiðanda.
Verð á vefnum er birt í íslenskum krónum og er virðisaukaskattur innifalinn í verði. Verðbreytingar eru ekki auglýstar fyrirfram.
Tölvulistinn ehf
Kennitala: 590902-2250
Suðurlandsbraut 26
108 Reykjavík
VSK Númer: 76570
Þessi síða var uppfærð síðast 21.07.22