Announcement Logo

Ókeypis heimsinding í dag

Afhendingarmátar

Viðskiptavinur getur valið að sækja vörur á lager Tölvulistans í Reykjavík eða að sækja í næstu verslun. Velji viðskiptavinur að sækja vöruna í vöruhús eða í eina af okkar verslunum fær hann tilkynningu þegar vara er tilbúin til afhendingar á viðeigandi afhendingarstað. Afgreiðsla og afhending pantana tekur alla jafna 1-2 virka daga, með fyrirvara um álag og að allar vörur séu til á lager. Flestar pantanir eru afgreiddar samdægurs eða daginn eftir.

Velji viðskiptavinur að fá pöntun senda getur hann valið að fá pöntun senda heim að dyrum eða á næstu stöð þess flutningsaðila sem pantað er með. Flutningsaðili fer eftir eðli pöntunar, en smærri vörur eru sendar með Póstinum heim að dyrum eða á næsta pósthús/póstbox. Þá sjá bílstjórar Heimilistækja um að keyra út stærri heimilistæki á höfuðborgarsvæðinu, en Samskip sér um flutning út á land, á næstu stöð eða heim að dyrum.

Þeir valmöguleikar sem eru í boði fyrir viðskiptavin, og gjald fyrir heimsendingu, reiknast áður en gengið er frá pöntun. 

Af öllum pöntunum dreift af Póstinum og Samskip gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Póstsins og Samskipa um afhendingu vörunnar. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Póstsins og vefsíðu Samskipa.

Sé vara uppseld eða önnur atriði tefja afgreiðslu pöntunar er haft samband við viðskiptavin eins fljótt og hægt er, með upplýsingum um hvenær pöntun verður afgreidd og með hvaða hætti.

Við bjóðum upp á eftirfarandi afhendingar- og sendingarmáta:

  • Sækja í verslun
  • Sækja í vöruhús
  • Sent á næsta pósthús
  • Sent í næsta pósthólf
  • Heimsent með Póstinum
  • Heimsent með Pakkanum
  • Heimsent Samskipum

 

Akstur á höfuðborgarsvæðinu

Akstur á tæki

Tæki keyrt heim og inn fyrir dyr. Engin uppsetning innifalin.

Í lyftulausum húsum er aðeins farið upp stiga sé hann greiðfær fyrir einn mann með rafmagnstrillu – sé slíkt aðgengi ekki til staðar þá er hægt að semja sérstaklega við bílstjóra um viðbótarþjónustu, gegn viðbótargjaldi.

ATH: Sé bætt við þessa þjónustu að fjarlægja tæki þá þarf að aftengja tækið sem á að fjarlægja og koma því að inngangi. Þessi þjónusta kostar aukalega.

Akstur á tæki með þjónustu

Tæki keyrt heim og tengt á þeim stað sem það á að vera.

Ef lyfta þarf tækinu til að koma því fyrir þarf viðskiptavinur að aðstoða við slíkt eða óska sérstaklega eftir auka manni, gegn viðbótargjaldi sem gert er upp við bílstjóra.

Í lyftulausum húsum er aðeins farið upp stiga sé hann greiðfær fyrir einn mann með rafmagnstrillu – sé slíkt aðgengi ekki til staðar þá er hægt að semja sérstaklega við bílstjóra um viðbótarþjónustu, gegn viðbótargjaldi.