





+1
Vörulýsing
Þunnt sett frá Trust með fyrirferðarlítilli mús og nettu lyklaborði.
Bæði músin og lyklaborðið eru endurhlaðanleg í gegn um USB-C svo ekki þarf að passa upp á að eiga auka umgang af rafhlöðum ofan í skúffu.
Settið er með tvær Bluetooth tengirásir og eina rás fyrir 2,4 GHz sendinn svo þú getur tengt þau við allt að þrjú tæki samtímis og skipt á milli þeirra eftir þörfum.
Á lyklaborðinu eru flýtihnappar til þess að stjórna afþreyingarefni á þægilegan hátt.
Settið er samhæft öllum helstu stýrikerfum, það virkar t.d. með Windows, MacOS, iOS, Android og Chrome OS.
Nánari tæknilýsing