Hyper HyperPack Pro Bakpoki, svartur | TL.is

Hyper HyperPack Pro Bakpoki, svartur

TAR-HP20P2BKGL

Hyper HyperPack Pro Bakpoki, svartur

TAR-HP20P2BKGL

Haltu búnaðinum þínum öruggum, þurrum og þér við hlið með HyperPack Pro sem hægt er að staðsetja hvar sem er með innbyggða Apple Find My staðsetningartækinu í bakpokanum.
Ytra efni bakpokans er IPX4 vatns og slitþolið Cordura 1260D nælon og YKK AquaGuard rennilásarnir eru vatnsheldir.
Hannaður til þess að auka þægindi með innbyggðu sér hólfi fyrir 1L vatnsflöskur og vel loftandi þreföldu fóðrunarkerfi á bakhliðinni. Einnig er á bakpokanum sérgert snúrugat svo þú hafir aðgang að hleðslurafhlöðu fyrir utan bakpokann.
Bakpokinn er með 6 mismunandi hólf og 22 lítra geymslupláss í heildina svo hægt er að koma öllum helstu tækjum og tólum fyrir ásamt auka yfirhöfn eða íþróttafötum. Meðal hólfa eru bæði RFID varið hólf og falið leynihólf við lendina.