




Vörulýsing
Upplifðu gæði og skýrleika koma saman í Nova Pro. Styður 360° hljóm, hvort sem notast er við Steelseries Sonar hugbúnaðinn, Microsoft Spatial Sound eða Tempest 3D Audio fyrir PS5. Kemur með öflugum GameDAC2 sem er vottaður fyrir Hi Res 96KHz/24bit hljóð. GameDAC2 verður miðjan í uppsetningunni þar sem hægt er að stilla hljóðstyrk, tíðnisvið tónjafnara og skipta á milli tveggja kerfa sem geta verið tengd með USB á sama tíma. Útdraganlegur ClearCast Gen2 hljóðnemi minnkar umhverfishljóm og tryggir að talið þitt berst skýrt á milli. Mjúkt band yfir hausinn og stillanlegir púðar eru partur af ComfortMAX kerfi Steelseries og sjá til þess notkun til lengri tíma verður áreynslulaus og án þreytu
Nánari tæknilýsing