Philips B-line 34" WQHD bogadreginn tölvuskjár USB-C PD 90W | TL.is

Philips B-line 34" WQHD bogadreginn tölvuskjár USB-C PD 90W

PHS-346B1C

Philips B-line 34" WQHD bogadreginn tölvuskjár USB-C PD 90W

PHS-346B1C

Breiðtjaldsskjár frá Philips í hlutfallinu 21:9 veitir notendum auka vinnupláss og meiri þægindi þegar kemur að vinnslu á mörgum forritum samhliða. VA filma með 100% NTSC, sRGB 119% og 90% Adobe RGB sem hentar gríðarlega vel í myndvinnslu, grafíska hönnun eða fyrir notendur sem eru að leitast eftir nákvæmum litum. Stílhreinn með þriggja hliða rammalausri hönnun. Hægt er að nýta skjáinn sem tengikví með bæði USB-C og USB-B tengingum.USB-C tengikvíin styður nú hleðslu á fartölvum með allt að 90WPD.Skjárinn kemur á hæðarstillanlegum standi með snúnings og halla möguleikum, standurinn er einnig fjarlægjanlegur og undir er VESA 100x100 sem virkar með flestum borð og vegg festingum.