





Vörulýsing
Þessi alhliða borðstandur fyrir spjaldtölvur frá Manhattan er hannaður fyrir auðvelda uppsetningu á stöðum þar sem almenningur gengur um með valkosti um það að skrúfa standinn fastan með sérgerðum skrúfugötum.
Hentar sem góð þjófnaðarvörn fyrir sýningarvörur í verslunum, til uppstillingar í afgreiðslu fyrir starfsfólk, innskráningu gesta í móttöku, til að sýna upplýsingar og margt fleira.
Einnig hentar standurinn til einfaldra nota heima fyrir ef þú vilt stilla upp spjaldtölvu á skrifborði sem auka skjá eða þess háttar.
Virkar með öllum helstu spjaldtölvum í stærðum frá 7,9" upp í 11" undir 1 kg að þyngd.
Standurinn er snúanlegur um 360° með hallavali allt frá +20° yfir í -110°.
Nánari tæknilýsing