Logitech Wave keys þráðlaust lyklaborð | TL.is

Logitech Wave keys þráðlaust lyklaborð

LOG-920012298

Logitech Wave keys þráðlaust lyklaborð

LOG-920012298

Logitech Wave Keys lyklaborðið er hannað með það markmið að vera þægilegt í notkun. Innbyggð armhvíla styður úlnliði og sveigð hönnun lyklaborðsins sér til þess að staða handanna sé góð og minnkar streitu eða verki í höndunum.
Góður stuðningur við úlnliði er mikilvægt atriði til þess að draga úr verkjum í höndum við mikla lyklaborðsnotkun. Armhvílan er með mjúkt yfirborð og fóðrum með memory foam.
Lyklaborðið getur tengst þráðlaust í gegn um USB með Logi Bolt sendinum sem að fylgir lyklaborðinu eða notast við Bluetooth eftir því hvort hentar. Það er með þrjár mismunandi rásir sem fljótlegt er að skipta á milli ef lyklaborðið er tengt við fleira en eitt tæki.
Lyklaborðið notast við 2x AAA rafhlöður sem fylgja með því og endingartími er allt að 36 mánuðir.