





Vörulýsing
MX línan frá Logitech, hönnuð fyrir skapandi vinnu og forritun, með stöðugleika og nákvæmni í fyrirrúmi. Borðið er upplýst með LED hvítri LED lýsingu og nýtir námdar og ljósskynjara til að bjóða upp á fullkomna lýsingu og hámarka rafhlöðuendingu. Rafhlaða MX Keys endist í allt að 10 daga meðan lýsinginn er notuð en hægt er að slökkva á henni og endist þá rafhlaðan í allt að 5 mánuði. Hægt er að tengja MX Keys við allt að 3 tæki á sama tíma og auðvelt er að skipta á milli tækja með flýtitökkum á lyklaborðinu. Þrjár leiðir eru í boði til að tengja borðið við tölvuna þína, USB snúra sem fylgir borðinu, Bolt þráðlaus móttakari eða Bluetooth.
Nánari tæknilýsing