Verslanir
Opnar kl 10:00
Opnar kl 10:00
10%






+1
Vörulýsing
Logitech G Pro X Superlight 2 DEX þráðlausa leikjamúsin er með Hero 2 skynjara, 44.000 DPI næmni og 0,25 ms viðbragðstíma til að tryggja að hver smellur skili sér eins fljótt og hægt er. Með ofurléttri 60 gramma hönnun og allt að 95 klukkustunda rafhlöðuendingu svífur músin á músarmottunni og tryggir að ekkert standi í vegi fyrir frammistöðu þinni í leiknum.
Hero 2 optískur skynjari
G Pro X Superlight 2 DEX er útbúin Hero 2 optískum skynjara sem veitir þér nákvæma stjórn með 888 IPS, 44.000 DPI næmni og 0.5 ms viðbragðstíma með Lightspeed þráðlausri tengingu.
Byltingarkennd hönnun
DEX hönnunin frá Logitech er ergónómísk, hönnuð til þess að falla einstaklega vel í lófa hægri handar fyrir aukna stjórn. Þessi hágæðasmíði og hönnun veitir aukin þægindi fyrir spilun klukkustundum saman og rúmar marga mismunandi gripstíla fyrir aukinn sveigjanleika.
Rafhlöðuending
Spilaðu án truflana með allt að 95 klukkustunda rafhlöðuendingu og haltu svo áfram að spila eftir það með USB-C snúrunni sem fylgir með.
Logitech G Hub hugbúnaður
Stilltu músina eins og þér hentar með Logitech G Hub. Hugbúnaðurinn gerir þér kleift að stilla eiginleika eins og DPI og Lightsync ásamt því að stilla sér snið fyrir leiki og streymi með innbyggrði útgáfu af OBS.
Fleiri eiginleikar
- 8000 Hz tíðni
- 5 takkar
- PTFE fætur
- Samhæf Logitech PowerPlay
Í kassanum
- Logitech Pro X Superlight 2 þráðlaus leikjamús
- USB Lightspeed móttakari
- USB-A í C hleðslusnúra
- Framlengingar millistykki fyrir USB móttakarann
- Gripteip
- PTFE pökkur
- Leiðbeiningar
Nánari tæknilýsing
Almennar Upplýsingar
Flokkur
Þráðlausar leikjamýs
Mús
Skynjari
Hero 2
DPI
100 - 44000
Fjöldi takka
5
Fjöldi forritanlega takka
5
Tengi
USB-C
Stærð (HxBxD)
125,8 x 67,7 x 43,9 mm
Þyngd
60 g
IPS
888
Hröðun
88 G
Lögun
Mótuð fyrir hægri hönd
Lýsing
Nei
Hugbúnaður
Logitech G Hub
Samhæfni
Windows 10 og nýrra
Rafhlaða
Ending
95 klst
Endurhlaðanleg
Já
Annað
Annað
Gripteip fylgir með músinni, powerplay hleðslustuðningur