Vivoactive 6 Svart | GARMIN | TL.is

GARMIN Vivoactive 6 Svart

GAR-0100298500

GARMIN Vivoactive 6 Svart

GAR-0100298500

Vivoactive 6 snjallúrið frá Garmin er fullkomin viðbót fyrir þá sem vilja fylgjast með heilsu sinni og hreyfingu á nákvæman og þægilegan hátt. Úrið er með skýrum 1,2" AMOLED snertiskjá og vigtar aðeins 36g með ól. Úrið er t.d. með púlsmæli, súrefnismettun (Pulse Ox), HRV mælingum og svefnskráningu og svefnþjálfa . Body Battery hjálpar þér að skipuleggja æfingar og hvíld með því að fylgjast með orkubirgðum líkamans yfir daginn.

Úrið er með yfir 80 æfingaprófílum og nýjum Strength Coach fyrir styrktaræfingarnar. Úrið er frábær æfingarfélagi hvort sem þú stundar hlaup, hjólreiðar, sund eða HIIT. Garmin Coach býður upp á persónulegar æfingaáætlanir sem aðlagast frammistöðu þinni. Snjalltilkynningar frá símanum birtast beint á úrinu og Android notendur geta svarað skilaboðum beint frá úrinu. Þú getur einnig hlustað á tónlist beint úr úrinu sem er með 8GB geymsluplássi og stuðningi við þjónustur eins og Spotify. Garmin Pay gerir þér kleift að framkvæma snertilausar greiðslur á einfaldan hátt.

Vivoactive 6 er vatnshelt niður á 50 metra og rafhlaðan endist í allt að 11 daga í snjallúrsstillingu. Úrið er með Garmin Pay fyrir snertilausar greiðslur og rafhlaðan endist í allt að 11 daga í snjallúrsstillingu og 25 klukkustund í GPS-stillingu.