+4
Vörulýsing
Vandað og smekklegt 75% leikjalyklaborð frá Corsair sem þægilegt er bæði að spila og skrifa á.
Lyklaborðið er byggt í álgrind og með tveimur lögum af hljóðdempandi svampi.
Notast er við Corsair MLX Red rofa sem að eru með línulegum afslætti og koma smurðir beint úr kassanum. RGB ljós eru innbyggð í hvern rofa.
Í lyklaborðinu eru útskiptanlegir (e. Hot-swappable) rofar svo auðvelt er að skipta í nýja rofa. Einnig eru stuðningsstandar fyrir stærri takka skrúfaðir beint í fyrir aukinn stöðugleika.
Sérstakt margmiðlunarhjól er í efra hægra horni lyklaborðsins sem hægt er að stilla hvað nýtist í en er m.a. þægilegt að nota í að stýra hljóði og stöðva eða setja tónlist af stað.
Lyklaborðið er samhæft iCUE hugbúnaði sem m.a. er notaður til þess að stilla baklýsinguna á lyklaborðinu og virkni margmiðlunarhjólsins.
Nánari tæknilýsing