Viðbótartrygging | TL.is | TL.is

Kaskótrygging

Tölvulistinn býður í samstarfi með vátryggingarfélaginu VÍS upp á kaskótrygginar til þriggja eða fimm ára. Kaskótrygging er trygging umfram almenna ábyrgðarskilmála. Tryggingin tryggir fyrir skemmdum, þjófnaði (skv. lögregluskýrslu) eða bilunum sem falla ekki undir almenna ábyrgðarskilmála, t.d. ef skjár dettur í gólfið, myndavél er stolið eða ef tæki skemmist sökum aðskotahluta. Engin sjálfsábyrgð er á tryggingunni sem þýðir að gert er við vöruna eða afhent ný án nokkurs kostnaðar. Afgreiðsla tjónamála er með sama hætti og með önnur þjónustumál, hafa á samband við þjónustuverkstæði.

Í mörgum tilfellum býðst viðskiptavinum okkar að kaupa viðbótartryggingu með vöru. Viðbótartrygging veitir víðtækari rétt en hefðbundnir ábyrgðarskilmálar líkt og sjá má á skýringartöflunni hér fyrir neðan.