Um Tölvulistann

Tölvulistinn var stofnaður árið 1992 og hefur saga hans verslunarinnar einkennst af miklum og öruggum vexti. Tölvuvlistinn rekur 7 verslanir um allt land auk netverslunar sem opin er allan sólarhringinn.
 
Lykill að árangri Tölvulistans hefur verið sú stefna að bjóða mörg af þekktustu gæðamerkjum heims á sviði tölvubúnaðar á samkeppnishæfu verði. Tölvulistinn er einn af stærstu innflutningsaðilum landsins á tölvubúnaði sem tryggir viðskiptavinum hagstæðara verð í krafti magninnkaupa.
 
Fyrirtækið flytur m.a. inn vörur og selur frá heimsþekktum framleiðendum eins og Toshiba, Asus, Acer, Apple, Epson, Philips, CoolerMaster, MSI, Logitech, Corsair, Tvix, Western Digital, Seagate, Manhattan, A.C. Ryan, Zyxel, Planet, Fortron, Microsoft, Qnap og Supermicro.
 
Hjá fyrirtækinu starfa yfir 50 starfsmenn um allt land með mikla tölvuþekkingu og reynslu við sölu, þjónustu og ráðgjöf á tölvubúnaði hvort sem er til einstaklinga eða fyrirtækja.
 
Kjarninn í þjónustu starfsmanna Tölvulistans við viðskiptavini er að veita fyrirmyndar þjónustu og bjóða gæðavörur á verði sem erfitt er að keppa við.
 
Kennitala Tölvulistans ehf. er 590902-2250.  Virðisaukaskattsnúmer þess er 76570. 
 

Viðskiptaskilmálar

Markmið Tölvulistans er að fullnægja þörfum viðskiptavinarins. Ef viðskiptavinur óskar eftir að skila vöru er reynt að verða við því, sé þess nokkur kostur, óháð fyrirfram ákveðnum tímaramma.  Skilyrði er að varan sé í upprunarlegu ástandi, allir fylgihlutir og handbækur fylgi með vöru og umbúðir séu í góðu ástandi.  Að þessum skilyrðum uppfylltum og gegn framvísun kaupnótu er viðskiptavini heimilt að fá inneignarnótu, skipta í aðra vöru eða fá endurgreiðslu séu 14 dagar eða minna liðnir frá kaupdegi. Skilaréttur þessi gildir ekki af sérpöntunum eða notuðum vörum.

Ábyrgðartími á búnaði er almennt 2 ár þegar um neytendakaup er að ræða í samræmi við reglur neytendakaupalaga nr. 48/2003.  Þegar búnaður er keyptur í atvinnuskyni af lögaðila er ábyrgðartími 1 ár.  Ábyrgð fellur niður ef bilun má rekja til illrar eða rangrar meðferðar.  Ábyrgðin nær ekki til eðlilegs slits á búnaði eða notkunar á rekstrarvöru.

Komi til ábyrgðarviðgerðar ber Tölvulistinn ekki ábyrgð á skaða á gögnum, stýrikerfi, hugbúnaði, glötuðum hagnaði eða öðrum óvæntum eða afleiddum skaða, sem kann að koma upp við notkun hins selda á ábyrgðartíma. Ábyrgð á fartölvurafhlöðum er 1 ár enda telst fartölvurafhlaða til rekstrarvöru ekki vélbúnaðar.  Tölvulistinn áskilur sér rétt á að skipta út vélbúnaði sem bilar á ábyrgðartíma með eins eða sambærilegri vöru ef upp kemur að varahlut sé ekki hægt að fá frá framleiðanda vörunnar.

Ábyrgð á búnaði fellur niður ef viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en verkstæði Tölvulistans, búnaðurinn hefur þolað ranga meðferð, misnotkun eða orðið fyrir hnjaski eða átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af.

Búnað er einungis hægt að skila eða koma með í ábyrgðarviðgerð í verslunum eða verkstæði Tölvulistan.  Sölureikningur telst ábyrgðarskírteini og skal framvísa honum til staðfestingar á ábyrgð.  

 
 
 
 
 
 
 

Atvinnuumsóknir

Hjá Tölvulistanum starfa yfir 50 manns um allt land. Þeir sem hafa áhuga á bætast í skemmtilegan og öflugan hóp starfsmanna geta sótt um þau lausu störf sem auglýst eru hér að neðan eða sent inn almenna umsókn.
Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
 
 
 
Sölufulltrúi á Suðurlandsbraut
 
 
Leitum að sölumanni í fullt starf í verslun okkar að Suðurlandsbraut, þar sem fyrir er þéttur og skemmtilegur hópur sölumanna. Lykilatriði er að umsækjendur eigi gott með að vinna undir álagi þar sem mikill fjöldi viðskiptavina leitar til okkar daglega. Þó við leggjum mjög ríka áherslu á góða tæknikunnáttu þykir okkur mjög mikilvægt að viðkomandi starfsmaður geti útskýrt tæknilega flókin mál á mannamáli í samskiptum sínum við viðskiptavini.
 
 
Hlutastarf
 
 
Hér getur þú sent okkur umsókn ef þú hefur áhuga á að hlutastarfi í einhverri af verslunum okkar um allt land.  
 
 
Almenn umsókn
 
 
Almenn umsókn um starf hjá Tölvulistanum.
Reykjavík 414-1700 | Akureyri 414-1730 | Egilsstaðir 414-1735 | Keflavík 414-1740 |  Selfoss 414-1745